30.04.1923
Neðri deild: 53. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1707 í B-deild Alþingistíðinda. (1842)

124. mál, friðun á laxi

Frsm. (Gunnar Sigurðsson):

Jeg sje, að hv. 2. þm. Húnv. (ÞórJ) hefir ekki sannfærst af rökum, sem jeg tel góð og gild. Jeg get ekki sjeð neina ástæðu að vísa þessu frv. til stjórnarinnar. Það gegnir alt öðru máli um hitt frv., sem hv. þm. nefndi; þar var farið fram á að banna kistuveiði í einni á, og er þetta ekki sambærilegt. Jeg er þess fullviss, að frv. hefir engin áhrif á göngu laxins í Hvítá, en það mundi vera mörgum manni til þæginda. Því tel jeg óviturlegt að leyfa ekki þessa undanþágu, þegar hún kemur engum manni að baga. Jeg tel óþarft að skjóta málinu til sýslunefnda. Samþykki þeirra mundi fást þegar í stað, og er því ástæðulaust að draga málið, enda kostar það fje, að taka það upp aftur. Jeg hefi engan persónulegan áhuga á þessu máli, því að það er ekki fyrir mitt kjördæmi, en mjer er það kappsmál, af því að það er sanngirnismál, sem jafn sjálfsagt er að taka til greina sem önnur rjettimet mál. Jeg verð því að óska, að málið fái að ganga áfram, og geta þeir, sem eru hræddir við frv., huggað sig við, að það muni ef til vill verða drepið í háttv. Ed.