02.05.1923
Neðri deild: 55. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1714 í B-deild Alþingistíðinda. (1853)

124. mál, friðun á laxi

Frsm. (Gunnar Sigurðsson):

Jeg fæ ekki skilið, að það geti talist helgidagsbrot, þó að net liggi á lögboðnum hvíldardögum. Það hefir hingað til ekki verið talið helgidagsbrot, þó að róið væri á sjó á sunnudögum, þegar fiskur er, eða hey hirt undan rigningu.