02.05.1923
Neðri deild: 55. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1715 í B-deild Alþingistíðinda. (1856)

124. mál, friðun á laxi

Þorleifur Guðmundsson:

Mjer þótti dálítið verra, að brtt. á þskj. 503 skyldi koma fram, þó að hún sje í samræmi við upphaflegu ákvæðin í frv., þar sem háttv. deild feldi það niður úr frv. nýlega. Jeg geri lítið úr helgidagsbroti því, sem hv. 2. þm. Húnv. (ÞórJ) var að tala um. Jeg veit ekki betur en að menn verði að stunda margvíslega vinnu á hvíldardögum. Sjávarútvegurinn stendur og fellur með því, að unnið sje á hvaða tíma sem er, þegar vel aflast. Mundi háttv. deild t. d. treysta sjer til að banna algerlega vinnu á togurum eða við afgreiðslu skipa á helgum dögum, og mundi sjávarútvegurinn þola það? Á þetta ekki einnig við um hinn aðalatvinnuveginn, heyskapinn? Mundi ekki heyskapurinn í Húnavatnssýslu verða lítill og búskapurinn bágur, ef aldrei mætti vinna á helgum dögum á rosasumrum? Jeg vona því, að þeir háttv. deildarmenn, sem álitu rjett að fylgja þessu frv. við 2. umr., láti ekki í sjer hræra, heldur haldi fast við sannfæringu sína, jafnvel þó ab 2 dagar sjeu liðnir síðan.