02.03.1923
Efri deild: 8. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 24 í C-deild Alþingistíðinda. (1880)

3. mál, hjúalög

Frsm. (Jón Magnússon):

Jeg geri ekki ráð fyrir, að háttv. 5. landsk. þm. (JJ) hafi ætlast til, að jeg svaraði honum um það, sem jeg var búinn að svara hæstv. ráðherra (KIJ) um, heildarlög.

Jeg sný ekki aftur með það, að það er gott fyrir stjórnina að hafa örugt fylgi sinna manna. Jeg meinti það fyllilega. Annars var það, sem háttv. þm. (JJ) var að tala um sjerstaklega, ekkert nema vaðall. (JJ: Var þá engin beiskja í því). Það er alveg óþarfi fyrir okkur að vera að eyða tíma í orðahnippingar í þessu ópólitíska máli. Og það má háttv. þm. (JJ) vita, að jeg læt ekki leiða mig út í þær nú. En vel getur verið, að síðar verði ástæða til fyrir okkur að talast betur við.