27.02.1923
Neðri deild: 7. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 36 í C-deild Alþingistíðinda. (1912)

17. mál, afnám yfirskjalavarðarembættisins við Þjóðskjalasafn Íslands

Forsætisráðherra (SE):

Jeg býst ekki við, að langar umræður þurfi að vera um þetta frv., svo sjálfsagt sem það er. Það virðist ekki ofvaxið landsbókaverði að hafa yfirstjórn beggja safnanna, en störfin svo náskyld, að það mælir ekki í móti sameiningu þeirra. Ætlast er til, að þetta komist á, þegar annaðhvort embættið losnar, eða — ef sá embættismaðurinn, sem lengur situr, vill ekki hlíta samsteypunni — þegar þeir eru báðir farnir frá, sem í þessum embættum sitja nú. Sparnaðurinn við þessa samsteypu mundi nema 9500 kr. á ári. — Jeg leyfi mjer að leggja til, að frv. verði vísað til allsherjarnefndar, að lokinni umr.