27.02.1923
Neðri deild: 7. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 51 í C-deild Alþingistíðinda. (1921)

17. mál, afnám yfirskjalavarðarembættisins við Þjóðskjalasafn Íslands

Forsætisráðherra (SE):

Jeg ætlaði aðeins að drepa á, að það er fjarstæða hjá háttv. 4. þm. Reykv. (MJ), er hann er að tala um, að landið verði að menningarsnauðu fiskiveri, ef niður verða lögð embætti þau, er stjórnarfrumvörpin fjalla um. Get jeg alls eigi sjeð neina hættu á, að svo fari, þótt þau verði að lögum. Tel jeg þetta því hina mestu fjarstæðu. En út í hitt ætla jeg ekki að fara, er hv. þm. sagði, að stjórnin ætlaði sjer að líta eftir rjetttrúnaði og kirkjuhaldi í landinu, eða neitaði því, að syndin væri gömul.

Þar sem jeg sje, að þm. hefir svo miklar mætur á því, sem gamalt er, skil jeg, að hann vill ekki þess vegna leggja niður biskupsembættið og önnur þau embætti, sem hjer er farið fram á, og þó að mjer hafi verið kent, að syndin væri eitt hið elsta í heiminum, vil jeg spyrja þm., hvort hann vildi samt ekki reyna að draga úr áhrifum eða losna við erfðasyndina, ef þess væri kostur.