03.04.1923
Neðri deild: 32. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 75 í C-deild Alþingistíðinda. (1933)

17. mál, afnám yfirskjalavarðarembættisins við Þjóðskjalasafn Íslands

Forsætisráðherra (SE):

Orð mín um sýslumannsembættið í Dalasýslu voru auðvitað ekki til þess sögð að misbjóða kjósendum þar, og engin ástæða til að skilja þau svo. En þar sem hv. þm. talaði um sýslumannstíð þeirra Hannesar Hafsteins og Halldórs Daníelssonar þar, þá sannar það einmitt mitt mál, því það sýndi sig, að sýslan varð of lítil fyrir þá og þeir sóttu annað, þar sem þroski þeirra fjekk betur að njóta sin. Um Suður-Múlasýslu veit jeg annars ekki betur en að þar hafi yfirleitt verið heldur góðir sýslumenn. En ef hv. þm. hefir átt við einhvern sjerstakan, getur hann nefnt hann. Annars þarf jeg ekki að fjölyrða um málið, því flestar ástæður andmælenda frv. eru þannig, að þær eru naumast frambærilegar.