14.04.1923
Efri deild: 40. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 129 í C-deild Alþingistíðinda. (1986)

36. mál, húsaleiga í kaupstöðum landsins

Frsm. (Jón Magnússon):

Jeg skal ekki verða mjög langorður.

Þar sem um það er þráttað, hvort þetta er bæjarmál eða landsmál, þá vil jeg, með leyfi hæstv. forseta, lesa upp 72 gr. stjórnarskrárinnar, en þar stendur svo: „Rjetti sveitarfjelaganna til að ráða sjálf málefnum sínum með umsjón stjórnarinnar skal skipað með lögum.“ Sveitarfjelögin eiga því sjálf að ráða sínum málefnum eftir þeim lögum, sem um það eru sett.

Það er rjett, að þetta er stórt mál, en það er aðallega fyrir Reykjavík. það var enginn misskilningur hjá mjer um kjötverðið, því það, sem jeg sagði, var miðað við þörf verkamanna til hærra kaups.

Jeg er alveg sannfærður um, að húsaleigan lækkar áður langt líður af sjálfu sjer.

það má vel vera, að háttv. 5 landsk. þm. (JJ) þekki það, að fátæklingarnir hafi bygt eingöngu yfir sig og búi einir í húsunum án þess að leigja öðrum. Jeg þekki það ekki, þeir munu flestir leigja öðrum líka.

Þegar afskrifað er, þá er ekki talað um meiri afskrift en niður í það verð, sem er á hlutnum þegar afskrifað er.

Jeg skal svo ekki tala meira í þessu Alþt. 1923, C. (35. máli, en vona, að þessar umr. geti sparað umr. um næsta frv.