19.03.1923
Efri deild: 20. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 158 í B-deild Alþingistíðinda. (200)

52. mál, berklaveiki

Atvinnumálaráðherra (KIJ):

Það er hið sama um þetta mál að segja og næsta mál hjer á undan, að eigi er þörf á langri framsöguræðu, en nægilegt að vísa til frv. sjálfs og greinargerðar þess og athugasemda dýralæknisins í Reykjavík. Frv. þetta er fram komið vegna þess, að komið hefir fyrir það tilfelli í Arnarfirði vestra, að kýr hefir fengið berklaveiki af manni. Dýralækninum hjer í Reykjavík var skrifað um þetta og hann beðinn um að semja frv., er gengi í þá átt að stemma stigu fyrir veikinni. Frv. þetta fór breytingarlaust í gegnum háttv. Nd., og vænti jeg, að það fái einnig góðar undirtektir hjer. Skal jeg svo leyfa mjer að leggja það til, að frv. verði vísað til landbúnaðarnefndar.