04.04.1923
Efri deild: 31. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 151 í C-deild Alþingistíðinda. (2030)

73. mál, bifreiðaskattur

Guðmundur Guðfinnsson:

Jeg hefi reyndar litlu að bæta við það, sem hv. 5. landsk. (JJ), hefir sagt. Jeg bjóst sast að segja við, að hv. fjhn. mundi taka betur í þetta mál en raun hefir á orðið; við höfum svo mikið slakað til, og jeg verð að segja, að sumu leyti meira en mjer líkaði. Hv. frsm. (GÓ) virtist ekki skilja, að það gæti komið til mála, að vöruflutningabifreiðar flyttu fólk án þess að komast undir hærri skatt, og aðalástæðan gegn frv. var það, að skatturinn kæmi bifreiðaeigendum sjálfum að notum. Það er náttúrlega rjett, en hjer er um svo litla upphæð að ræða. Það verður aldrei mikill skattur af einum 5 bifreiðum og ekki gerðir langir vegir fyrir þá upphæð. Jeg vil taka undir það með hv. 5 landsk. (JJ), að jeg vona, að deildin verði hlynt þessum flutningatækjum síðar meir, ef til styrks kæmi. Jeg ætla aðeins að bæta því við, að bifreiðar, sem ganga eftir föstum áætlunum, ættu að vera í lægri skattflokki en aðrar, þar eð þær eru oft tómar eða hálftómar aðra leiðina.