04.04.1923
Efri deild: 31. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 153 í C-deild Alþingistíðinda. (2033)

73. mál, bifreiðaskattur

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Þótt einhver nefndarmanna hafi verið á móti skatti — og það kemur málinu reyndar fjarska lítið við — þá sannar það ekki annað en það, að hann hefir síðan sannfærst um að skatturinn er sanngjarn. Og hvað það snertir, að menn flytji ekki vörur á bílum, þá segja aðrir þm. austan að, að þeir geri það.