09.04.1923
Efri deild: 35. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 175 í C-deild Alþingistíðinda. (2053)

123. mál, skipun prestakalla

Forsætisráðherra (SE):

Jeg vildi aðeins skýra frá því, að stjórnin hefir hugsað sjer að setja mann. Í prestakallið fyrst um sinn og sjá hverju fram vindur. Þykir stjórninni engin ástæða til þess að fara nú að búa þarna aftur til nýtt embætti, enda vel hugsandi, að skifta megi prestakallinu síðar upp á milli nágrannaprestanna. Var það ein ástæða, sem aðallega gerði það að verkum, að stjórnin kom eigi fram með frv. til laga um þetta, en hún er sú, að þingið virðist mjög andvígt stofnun nýrra embætta.