28.04.1923
Efri deild: 50. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 229 í C-deild Alþingistíðinda. (2092)

102. mál, bankaráð Íslands

Frsm. minni hl. (Björn Kristjánsson):

Það var aðeins eitt atriði í ræðu háttv. 5. landsk. þm., (JJ), sem kom mjer til að standa upp, en það var, að hann taldi það ekki benda til kommúnistahugsunarháttar að vilja moka fje í bændur. Út af þessum ummælum vil jeg benda hv. þm. á, að hin rússneska stúlka, Ljuba Fridland, sem hjer hjelt fyrirlestra í vetur, hjelt því fram, að fyrsta ráðið til þess að gera bændurna á Rússlandi að kommúnistum, hafi verið að moka í þá fje. Þegar svo ráðstjórnin fór að krefja þá um skattana, drápu þeir skattheimtumennina og hættu að framleiða eða rækta akrana, nema rjett til sinna þarfa, því þeir undu því ekki, að nein framleiðsla væri af þeim tekin endurgjaldslaust. Þetta var árangurinn af kommúnistastefnunni þar.

Háttv. þm. hefir nú hvorki viljað segja já eða nei við því, að hann væri kommúnisti. En jeg skil ekki, hvernig hann fer að neita því lengur.