28.03.1923
Neðri deild: 31. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 265 í C-deild Alþingistíðinda. (2113)

61. mál, samvinnufélög

Frsm. minni hl. (Gunnar Sigurðsson):

Jeg skal ekki tefja neitt umræður að ráði. Hv. þm. Borgf. (PO) var allharðorður í ræðu sinni, en þar sem hann er nú dauður, skal jeg ekki illyrða hann neitt. Jeg ætla aðeins að benda á það, að það stendur ómótmælt, að ef ein deild fjelagsins verður gjaldþrota, hlýtur það að lenda á fjelaginu sem heild, hvort sem þessi breyting kemst á eða ekki. Jeg þakka hv. þm. Barð. (HK) fyrir hans ræðu. Var margt í henni vel sagt og skynsamlega athugað, og veit jeg, að hann muni greiða atkvæði gegn frv. Eitt þótti mjer þó athugavert hjá honum, að jafnframt og hann óskaði kaupfjelagsskapnum alls góðs, óskaði hann, að fjelögunum væri skift niður í sem allra smæstar heildir. (HK: Það hefi jeg aldrei sagt). Jú, og jeg hefi það skrifað hjá mjer. (HK: Þá er það rangt skrifað niður). Og hvað viðvíkur prívat-samtali okkar hv. þm. Barð. (HK), sem hann vitnaði í í ræðu sinni, þá er það rangt hjá honum, að jeg hafi sagt, að hv. flm. frv. væru andvígir Sambandinu. Jeg sagði aðeins, að í þessu máli falli saman skoðanir hv. flm. frv. og þeirra manna, er andstæðir eru Sambandinu og samvinnufjelagsskapnum.