04.05.1923
Neðri deild: 57. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 281 í C-deild Alþingistíðinda. (2132)

58. mál, kosningar til Alþingis

Forseti (BSv):

Mjer hafa borist tilmæli frá 8 hv. þm. um að slíta umræðum. Undir þessi tilmæli hafa skrifað: SSt, SvÓ, IngB, ÞorlG, BH, PO, JS, LH, og hljóða þau svo:

„Undirritaðir þingmenn óska, að umræðum sje hætt, er framsögumennirnir hafa talað.“

Jeg leyfi mjer því að bera ósk þessara hv. þm. undir atkvæði.