04.05.1923
Neðri deild: 57. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 287 í C-deild Alþingistíðinda. (2139)

58. mál, kosningar til Alþingis

Frsm. meiri hl. (Magnús Guðmundsson):

Hv. flm. frv. (BJ) hefir farið fram á það, að málið verði látið ganga til 3. umr., svo hægt verði að koma að brtt. um að lengja kosningatímann þennan eina dag, sem nú er ákveðinn. Jeg er ekki á móti því, en geri það þá að skilyrði frá minni hálfu, að ekki verði greidd atkv. nú um brtt, heldur verði þær geymdar til 3. umr., og fari þá fram aðalumr. um frv.

Það er mikið til í því, sem hv. 2. þm. Reykv. (JB) sagði um, að of seint sje að byrja kjörþing á hádegi. Þetta kom til orða í nefndinni, en minni hl. var þá svo harður á að koma sínum brtt. fram, að ekki var hægt að koma þessu að. En það er þó sanngjarnt. Jeg geymi mjer að svara hv. frsm. minni hl. (MJ) til 3. umr.