07.05.1923
Neðri deild: 59. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 292 í C-deild Alþingistíðinda. (2146)

58. mál, kosningar til Alþingis

Jón Þorláksson:

Jeg vildi aðeins geta þess, út af ummælum hv. frsm. meiri hl. (MG), að hann hefir ekki getið rjett til í minn hug. Jeg tel það hreina fjarstæðu að ætla að lengja svo kjörfundi í sveitum, að setja þá á dagmálum og láta þá standa til miðrar nætur. Veit jeg satt að segja ekki, hverjir það muni vera, sem mundu koma á kjörstað á dagmálum og fara um hánótt aftur. Er jeg algerlega mótfallinn þessari varatill. eins og frv., og álit yfirleitt enga þörf á að breyta neinu í þessu efni.