30.04.1923
Neðri deild: 53. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 309 í C-deild Alþingistíðinda. (2165)

149. mál, löggiltir endurskoðendur

Jakob Möller:

Þó jeg greiði atkv. með frv., má auðvitað á engan hátt skilja það svo, hvorki hjá mjer eða öðrum, að með því sje verið að gera árás á Hallgrím heitinn Kristinsson eða Samband ísl. samvinnufjelaga. Frv. þetta er gott, og jeg hygg, að það hefði orðið samþykt í einu hljóði, ef þetta hefði ekki blandast inn í, sem er frv. algerlega óviðkomandi.