02.03.1923
Neðri deild: 10. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 323 í C-deild Alþingistíðinda. (2182)

30. mál, stjórnarskipunarlög

Flm. (Magnús Guðmundsson):

Mjer fanst dálítið undarlegt þetta tal háttv. 2. þm. Reykv. (JB) um þessa óábyrgu ráðherra í stjórnarráðinu. Var það svo, meðan aðeins var hjer 1 ráðherra, eða minnist hv. þm. (JB) þess ekki, að svo hefir verið um hríð? þetta er aðeins broslegur tilbúningur. Því auðvitað myndi þessi eini ráðherra, eins og áður, svara til allra gerða stjórnarinnar. Það myndi koma honum að litlu haldi að vísa þar til starfsmanna í stjórnarráðinu. En það voru annars eftirtektarverð þau orð háttv. þm. (JB), að hann kysi heldur að þm. eyddu fje ríkisins en skrifstofustjórarnir í stjórnarráðinu. það getur þá aðeins verið vegna þess, að hv. þm. (JB) fengi þá sinn part af því, en skrifstofustjórarnir mundu eyða því í þarfir landsins.