28.04.1923
Neðri deild: 52. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 518 í C-deild Alþingistíðinda. (2242)

88. mál, menntaskóli Norður og Austurlands

Frsm. minni hl. (Þorsteinn Jónsson):

Jeg lýsi því yfir, sem flm. þessa frv., sem hjer hefir verið til umræðu, að jeg tel mig vera beittan eigi alllitlu harðrjetti í meðferð þessa máls. Umræður eru skornar niður, og er jeg bið forseta að taka málið út af dagskrá, er því neitað. Það, að menn fylgja því svo fast fram að fá málið til atkvæða nú, er auðsjeð að er sprottið af ótta við, að það hafi of mikið fylgi í deildinni, en nú vantar eigi allfáa deildarmenn á fundinn, og því treysta andstæðingar mínir á það, að málið verði nú felt, en ella samþykt, ef deildarmenn væru allir viðstaddir.