28.04.1923
Neðri deild: 52. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 519 í C-deild Alþingistíðinda. (2243)

88. mál, menntaskóli Norður og Austurlands

Jakob Möller:

Jeg álít hv. flm. (ÞorstJ) leggja of mikið kapp á þetta atriði, að fá málið tekið út af dagskrá, ef það aðeins er af því, að nú sjeu of margir af fylgismönnum þess fjarverandi. Það vantar aðeins 2 þm., og er þessi ástæða því vart fullgild, því að það er sjaldnast, að allir þm. sjeu viðstaddir við atkvæðagreiðslur.