09.05.1923
Efri deild: 58. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 532 í C-deild Alþingistíðinda. (2281)

116. mál, friðun á laxi

Guðmundur Ólafsson:

Mjer þykir leitt, að hæstv. forseti (HSt) skuli jafnvel vera með aðdróttanir í garð minni hl. fjhn., því þær eru ástæðulausar. (Forseti: Jeg talaði aðeins um möguleika, en gat þess jafnframt, að jeg ætti alls ekki við minni hl. fjhn.). Þori jeg að fullyrða að meðferðin á 1. máli í dag er alveg einstæð, a. m. k. síðan jeg kom á þing. Hefði jeg gaman að, ef hæstv. forseti (HSt) gæti sýnt mjer þar fordæmi.