21.03.1923
Neðri deild: 25. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 551 í C-deild Alþingistíðinda. (2307)

55. mál, útflutningur hrossa

Pjetur Ottesen:

Í tilefni af síðustu orðum hv. þm. Dala. (BJ) skal jeg einungis geta þess, að engu mundi það breyta um útflutningshafnir, þó að hross væru flutt út að vetrarlagi. — Hv. 1. þm. Rang. (GunnS) gat um, að hjeðan hafi verið rekin hross, er dæmd voru óhæf til útflutnings, og farið með þau til annarar hafnar og flutt þaðan út. Þetta er rjett, að eitthvað mun vera hæft í, að þetta hafi komið fyrir einu sinni, en það komst upp, og mun nú girt fyrir, að slíkt geti komið fyrir aftur. Eftir orðum þessara tveggja hv. þm. virðast þeir álíta, að svo miklir annmarkar sjeu á útflutningi hrossa, að rjett væri að banna hann með öllu. En hví ganga þeir þá ekki hreint að verki og bera fram frv. í þá átt?