17.03.1923
Neðri deild: 22. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 652 í C-deild Alþingistíðinda. (2415)

68. mál, gerðardómur í kaupgjaldsþrætum

Flm. (Bjarni Jónsson):

Jeg ætla aðeins að leiðrjetta orð hv. 2. þm. Reykv. (JB) viðvíkjandi því, sem hann hafði upp eftir mjer. Jeg sagði, að kjósendum hans mundi ekki líka svigurmæli þau, er hann hefir haft hjer í frammi í þingsalnum, og vart kunna honum mikla þökk þar fyrir. En viðvíkjandi spádómum mínum skyldi hann þar sem minst um tala sjálfur, og nær væri honum að fara inn í Alþýðubrauðgerð sína og sjá, hversu þar hnoðast.