20.03.1923
Neðri deild: 24. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 670 í C-deild Alþingistíðinda. (2433)

86. mál, mælitæki og vogaráhöld

Jón Þorláksson:

Jeg vil leiða athygli að því, að það eru tvö gagnólík störf, sem löggildingarstofunni er ætlað að hafa á hendi. Annað er eftirlit með vogum og mælitækjum, en hitt er löggilding nýrra mælitækja og voga.

Væri þessi varningur smíðaður hjer svo nokkru næmi, en nú er það ekki, gæti verið ástæða til að hafa stofnun í landinu til löggildingar nýrra tækja. En jeg sje ekki ,að það sje, því að í þeim löndum, er verkfærin eru fengin frá, eru löggildingarstofur, og þar má fá tækin löggilt, svo fulltrygt sje. Það er því engin ástæða að hafa stofnun til þess, nema ef vera skyldi vegna sjálfstæðisfordildar, til þess að sýna öðrum þjóðum, að við sjeum þeir karlar í krapinu, að við getum þetta sjálfir. Þessari skoðun skaut líka upp hjá hv. þm. Dala. (BJ), eins og vænta mátti.

Það eina, sem þörf er á, er að hafa eftirlit með því, að tækin gangi ekki úr sjer og verði röng. Með frv. þessu er ekki verið að afnema þetta efirlit, heldur aðeins annari skipun á það komið, sem er engu ótryggari, en miklu ódýrari.