20.03.1923
Neðri deild: 24. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 681 í C-deild Alþingistíðinda. (2446)

86. mál, mælitæki og vogaráhöld

Bjarni Jónsson:

Þessi hv. þm., sem síðast settist, sagði, að jeg hefði haldið því fram um góða bændur, að þeir væru kunnir að því að hafa tvær reislur, aðra til að vega mönnum út með, en hina til að vega inn með. Jeg þarf varla að taka það fram, að hann fer hjer algerlega rangt með. Mjer fórust svo orð, að uppi hefðu verið á öllum tímum, í ýmsum hjeruðum landsins, ágirndarseggir, sem þessum brögðum hefðu beitt. Að þetta sje meiðing um bændur alment, fæ jeg ekki skilið. Býst jeg líka við, að hann þurfi ekki að leita lengi á til að finna veislanir, sem hafa á sama hátt tvær vegir. Illyrðum hans vísa jeg til föðurhúsanna, vita og bændur það, að jeg hefi aldrei á þá ráðist. En alkunna er það, að land vort hefir verið eftirlitslaust í þessu efni fram að síðustu tímum, Og víða verið notaðar sviknar vogir og mælar, og mun það engu síður hafa komið fram á bændum en öðrum. Hv. þm. (LH) skal engar áhyggjur bera út af reiði kjósenda minna, kann svo og að fara, að hann fari illa á mis við þá hylli bænda, er hann hefir viljað krækja í með þessari ræðu sinni, og kjósendur hans muni honum það, að hann hefir stuðlað að því, að þeir voru sviftir þeirri einu tryggingu, sem þeim býðst í þessu efni.

Hv. 3. þm. Reykv. (JÞ) var eitthvað að minnast á mig í sambandi við 7. gr. sambandslaganna. Jeg verð að játa, að jeg skil ekki þennan sjálfstæðis-aumingjaskap, sem virðist vera farinn að gera vart við sig í sjálfu þinginu; hefir hann þó hingað til aðallega haldist við í skúmaskotum. Annars má hv. þm. (JÞ) bera jóðsóttina með dönsku hænunni svo lengi sem hann vill.