04.05.1923
Neðri deild: 57. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 690 í C-deild Alþingistíðinda. (2453)

86. mál, mælitæki og vogaráhöld

Jón Baldvinsson:

Háttv. 2. þm. N.-M. (BH) fór ekki vel með orð mín áðan, er hann sagði jeg hefði talið lögreglustjóra og hreppstjóra ófæra til þess að hafa þetta eftirlit. Háttv. 1. þm. N.-M. (ÞorstJ) fór þó rjett með þetta, er hann talaði um, að viðgerðir á tækjunum væri hægt að framkvæma utan Reykjavíkur. Jeg held því fram, að þeir, sem hafa lært þetta, enda þótt þeir sjeu eigi annað en lærðir siniðir, sjeu betri en þeir, sem ekkert hafa lært, þótt hagir sjeu. Það er ef til vill ekki rjett að tala um almenna óánægju, en óánægjan er runnin frá verslunum og kaupfjelögum, sem hafa orðið fyrir barðinu á þessu eftirliti, og við það átti jeg, þegar jeg sagði, að frv. þetta væri fram komið vegna þessarar óánægju verslananna.

Þá talaði hv. 1. þm. N.-M. (ÞorstJ) um, að verið væri að okra á landsmönnum. En hvað skyldu landsmenn hafa orðið að greiða vegna rangra vogartækja áður en löggildingarstofan kom? Skyldi sá skattur ekki vera hærri en það gjald, sem þeir segja, að lagt sje á landsmenn með löggildingarstofunni, en sem raunar verslanir og kaupfjelög greiða. (LH: Er það ekki það sama?). Jeg sje heldur ekki, að rjett sje að láta menn sleppa við það að greiða þessi gjöld, og þó að kostnaðurinn verði minni af þessu nýja eftirliti, sje jeg ekki, að sá sparnaður samsvari þeirri tryggingu, sem löggildingarstofan veitir almenningi í því, að rjett sje vegið og mælt.

Þá hafði hann eftir mjer, að ekki væri hægt að kaupa löggilt erlend tæki, en það var ekki það, sem jeg sagði, en nál. er þannig orðað, að það litur út fyrir, að það sje verið að varna inn lendum mönnum að framkvæma löggildingar.

Jeg fjölyrði ekki frekar um þetta, en endurtek aðeins þá skoðun mína, að þetta frv. sje ekki þannig vaxið, að það ætti að fara lengra.