09.05.1923
Efri deild: 58. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 696 í C-deild Alþingistíðinda. (2467)

86. mál, mælitæki og vogaráhöld

Frsm. (Jón Magnússon):

Nál. allshn. í máli þessu er stutt, og býst jeg við að hv. deildarmenn hafi áttað sig á því. Nefndin var í talsverðum vafa um það, hvernig hún ætti að taka í mál þetta. Henni var kunnugt um talsverðan áhuga, bæði utan þings og innan, á því, að breytt væri gildandi ákvæðum um þessi efni, einkum vegna kostnaðarins. Hins vegar er mjög áríðandi, að eftirlit sje með þessum tækjum, og hyggur nefndin að koma megi því fyrir á hagkvæmari hátt og jafnframt kostnaðarminni.

Jeg hygg einnig, að eftirlitið eigi að vera í einu lagi. Dreift eftirlit er sama og ekkert eftirlit.

Þá er og athugandi, hvort tiltækilegt sje, að flytja megi inn áhöld þessi frá öllum þeim löndum, sem nota tugamál. Það getur verið villandi, og frá sumum löndum getur verið hættulegt að nota þau með slælegu eftirliti. Frönsk áhöld eru t. d. ágæt, en aðeins þar, sem gott eftirlit er. Fyrir árið 1917 fluttust slík tæki ekki nema frá einu landi og fer best á því. Hitt veldur ruglingi.

Annars hafði hæstv. atvrh. (KIJ), ef hann hefði verið hjer viðstaddur, máske tekið undir það með nefndinni, að lög þau, sem gilda um þessi efni, verði tekin til endurskoðunar á þessu ári, og þá með fullu tilliti til óska þeirra, sem fram hafa komið um breytingar —