09.05.1923
Efri deild: 58. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 699 í C-deild Alþingistíðinda. (2471)

86. mál, mælitæki og vogaráhöld

Frsm. (Jón Magnússon):

Allshn. leggur ekki kapp á þetta mál, og því ekki ástæða til þess að tala mikið út af orðum hv. 5. landsk. þm. (JJ). En nefndin áleit, að ekki væri fyllilega tryggilega gengið frá frv., eins og það liggur fyrir, og jeg efast enn fremur um, að sumar breytingarnar í frv. sjeu hyggilegar, sjerstaklega það, að hafa margskonar mæli- og vogartæki. Get jeg t. d. bent á, að öðru máli var að gegna fyrir 1917, því að þá voru hjer öll lóð löggilt frá Kaupmannahöfn, en eftir frv. má fá þau frá hvaða landi sem er. Hins vegar tel jeg enn fremur vafasamt, hvort tryggileg löggilding geti farið fram hjá hjeraðsvaldinu á öðru en mælitækjum, en löggilding þar á vogartækjum næði varla tilgangi sínum.