24.02.1923
Neðri deild: 5. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 721 í C-deild Alþingistíðinda. (2492)

4. mál, embættaskipun

Forsætisráðherra (SE):

Þetta er ekki rjett hjá hv. 4. þm. Reykv. (MJ), að nýju embættin verði yfirgripsmeiri en þau gömlu; sum verða þvert á móti minni en ýmsar sýslur nú. Sýslumannsembættin yrðu að sjálfsögðu ekki veitt öðrum en þeim, sem allmikla reynslu hefðu, t. d. hefðu unnið áður á opinberum skrifstofum. Og ástæðulaust er að halda, að nýju embættin yrðu síður eftirsóknarverð en þau gömlu. Þeir, sem framsæknir eru og trúa á kappið í sjálfum sjer, vilja þau heldur, og það einmitt því fremur, ef þau eru stærri.