02.05.1923
Neðri deild: 55. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 763 í C-deild Alþingistíðinda. (2518)

4. mál, embættaskipun

Forsætisráðherra (SE):

Út af ræðu hv. 3. þm. Reykv. (JÞ) skal jeg taka það fram, að reynslan hefir sýnt, hvernig skrifstofur hafa blásið upp, þegar embættum er skift. T. d. hjer í Reykjavík eru skrifstofur þeirra bæjarfógeta og lögreglustjóra, hvors um sig, orðnar stærri en bæjarfógetaskrifstofan var, þegar embættið var óskift. Það er einmitt í þessu efni, sem sparnaðurinn að frv. þessu verður ekki minstur, er tímar líða fram.