27.02.1923
Neðri deild: 7. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 806 í C-deild Alþingistíðinda. (2547)

16. mál, afnám landlæknisembættisins og stofnun heilbrigðisráðs

Magnús Guðmundsson:

Jeg sje það, að í athugasemdum við frv. er ekki gert ráð fyrir, að embættið verði lagt niður fyr en það losnar næst, en í frv. sjálfu er sagt, að það skuli þegar lagt niður. Er því hjer um mótsögn að ræða, sem ráða verður bót á, því ella yrði annaðhvort að brjóta 1. gr. eða fara í bága við athugasemdirnar.

Er og sami ágallinn á um ýms önnur frv., og er því full ástæða til að vekja eftirtekt á þessari ónákvæmni. Er ekki trygt, nema tekið sje fram í frv. sjálfu, að embættið skuli ekki lagt niður fyr en hlutaðeigandi fer úr því, nema ef ætlunin er sú, að maðurinn fari strax úr embættinu með eftirlaunum. Er sú leið heimil og lögmæt.