20.04.1923
Efri deild: 44. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 833 í C-deild Alþingistíðinda. (2580)

14. mál, vatnsorkusérleyfi

Jón Magnússon:

Jeg tek undir með hæstv. atvrh. (KIJ), að það er ekki rjett, sem hv. 5. landsk. (JJ) sagði um erlendu fjelögin, sem sótt höfðu um leyfi til virkjunar. Mjer er kunnugt um, að um tíma a. m. k. höfðu þau fje til taks, ef samningar hefðu tekist við ríkisvaldið. Er ekki að marka, þó að fje sje ekki nú fyrir hendi. Eru þess ekki einsdæmi, að fje hafi á síðustu árum horfið sem mjöll fyrir sólu.