24.04.1923
Neðri deild: 49. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 893 í C-deild Alþingistíðinda. (2629)

67. mál, mannanöfn

Þorsteinn Jónsson:

Háttv. þm. Str. (MP) hefir þegar svarað ádeilu háttv. flm. (BJ) á mentmn., fyrir það, að hafa ekki afgreitt mentaskólamálið. Aðalorsökin var sú, að nefndin gat ekki haldið fundi um tíma sökum anna hv. þm. Str. (MP) í fjvn. En annars hljómar þessi árás af munni hv. þm. (BJ) nokkuð kynlega, þar sem það er kunnugt, að hann er form. í nefnd, sem aldrei hefir verið boðað til fundar í, fyr en ef það hefir verið í gær.

Annars lít jeg svo á, að ekki komi til mála að samþykja frv. eins og þetta er, og rjettast með það farið að taka það út af dagskrá strax og lagfæra það undir 3. umr. Hvort það fer í mentamálanefnd eða ekki, er mjer sama um. En verði það, get jeg lýst yfir því, að sú nefnd mun ekki geta afgreitt það næstu daga, sökum mentaskólafrv. hv. þm. Dala. (BJ), sem, því miður, er þannig úr garði gert, að það tekur langan tíma upp fyrir henni.