24.03.1923
Efri deild: 26. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 928 í C-deild Alþingistíðinda. (2689)

103. mál, áfengissjóður

Flm. (Jónas Jónsson):

Þetta frv. er einskonar viðbót við annað frv., sem lagt hefir verið fyrir fjhn., og er um meðferð á því fje, sem landinu áskotnast fyrir áfengi Jeg hefi því ekki ástæðu til að fara mörgum orðum um frv.; það skýrir sig sjálft. Í því er gert ráð fyrir, að nokkrum hluta af því fje, sem landið fær fyrir áfengissölu, sje varið til þess að berjast á móti áfengisbölinu. Þeir, sem samþykkja það, að eitthvað sje gert til þess að hindra útbreiðslu drykkjuskapar hjer á landi, munu geta hallast að því, að frv. fái grandgæfilega rannsókn. Ef frv. um meðferð þess fjár, er landinu áskotnast fyrir áfengi, nær ekki fram að ganga, þá er þetta frv. sjálffallið. Álít jeg því rjettast, að frv. sje látið bíða eftir hinu, og legg jeg til, að því sje vísað til fjhn.