20.04.1923
Efri deild: 44. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 932 í C-deild Alþingistíðinda. (2703)

138. mál, húsnæði í Reykjavík

Frsm. (Jón Magnússon):

Nefndinni þótti rjett að láta bæjarstjórnina vita, að hún gæti ekki haldið öllu lengur heimild þeirri, er henni var veitt með lögum nr. 50, 27. júní 1921, um húsnæði í Reykjavík, nema hún notaði hana bráðlega. En hin eldri húsaleigulög skulu þó standa til 1. júlí 1924, eða sama sein gilda til 1. október s. á. Nefndinni fanst eitthvað verða að gera í þessu máli, og fanst því rjett að fara þessa leið, að taka heimildina af bæjastjórninni, ef hún notaði hana ekki innan þessa tíma.