22.03.1923
Neðri deild: 26. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 980 í C-deild Alþingistíðinda. (2773)

39. mál, vörutollur

Lárus Helgason:

Það er nú orðið svo langt síðan jeg bað mjer hljóðs, að jeg hefi nú lítið að segja, því jeg vil ekki taka upp það, sem aðrir hv. þm. hafa sagt af því, sem jeg hefði minst á.

þessara vörutegunda. En það gengur skrælingjahætti næst að ætla sjer að banna innflutning á ávöxtum í ávaxtalausu landi. Það hefir verið sagt, að menn hafi komist af hjer án þeirra áður. Menn komust líka af áður án eins mikils kornmatar og nú er, en samt dettur engum í hug að banna innflutning á korni. Sannleikurinn er sá, að lifnaðarhættir manna hafa breyst og krefjast nú ýmislegs, sem ekki var áður tíðkað, og fram hjá því verður ekki gengið. Og meðal þess eru einmitt ekki hvað síst nýir ávextir. Og það er því betra, sem meira er flutt inn af þeim, þannig, að fólk geti notað þá. Jeg held, að það væri góðra gjalda vert, þó ekki væri annað en það, að börnin fengju meira af nýjum, hollum ávöxtum en nú, í stað brjóstsykursins og annars slíks, sem þau leggja sjer til munns. Jeg vænti þess því, að hv. deild sýni þann menningarþroska að banna ekki á þennan hátt innflutning nýrra ávaxta.