22.03.1923
Neðri deild: 26. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1003 í C-deild Alþingistíðinda. (2786)

39. mál, vörutollur

Þorleifur Guðmundsson:

Jeg vil benda hv. 3. þm. Reykv. (JÞ) á það, að ef ætti að fóðra kú hjer á aðfluttu heyi, þá mundi það kosta um 900 krónur yfir veturinn, og þá má mjólkurpotturinn vera dýr, ef það borgar sig, því ef ekki ætti sjerstaklega að kaupa kraftfóður handa henni, ásamt útlenda heyinn, þarf ekki að gera ráð fyrir meira en 1600 pottum yfir árið. (JÞ: Sú er ljeleg!).