26.02.1923
Efri deild: 6. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1010 í C-deild Alþingistíðinda. (2800)

28. mál, vörutollur

Flm. (Sigurður Hjörleifsson Kvaran):

Jeg þarf ekki að svara nema örfáum orðum. Með frv. þessu hefi jeg ekki tekið neina afstöðu til verðtolls. Annað mál, að það gæti verið starf væntanlegrar nefndar, er um það fjallar. Frv. gefur enga ástæðu til umr. um verðtoll.

Jeg skal geta þess, að jeg hefi eigi treyst mjer til að setja jarðepli annarsstaðar en í 1. fl. Loftslagi eða tíðarfari er svo háttað hjer á landi, að ræktun þeirra getur algerlega brugðist og gefur eigi tryggingu fyrir nógri framleiðslu þeirra. Þakka jeg fjrh. (MagnJ) fyrir það, að hann játaði aths. mínar um vörutollslögin rjettar, og er jeg ekki óánægður með undirtektir hans.