27.04.1923
Neðri deild: 51. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1026 í C-deild Alþingistíðinda. (2823)

141. mál, skoðun á síld

Magnús Kristjánsson:

Mjer virðist óþarft, að þetta mál sje nú tekið út af dagskrá, þar sem enginn ástæða er til þess að vera að tefja tímann á þann hátt. Eru nú komin eindregin mótmæli fram, frá Austfjörðum, gegn því, að þessi starfi verði lagður niður. Ætti því háttv. deild að vera farin að sjá, að jeg hafði á rjettu að standa í þessu máli síðast, og mætti þess vegna veita málinu fljóta afgreiðslu.