27.04.1923
Neðri deild: 51. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1027 í C-deild Alþingistíðinda. (2824)

141. mál, skoðun á síld

Frsm. (Stefán Stefánsson):

Mjer kemur dálítið undarlega fyrir þessi krafa háttv. þm. Ak. (MK), að málið verði tekið til umr. nú þegar. Sje jeg ekki hvers vegna hv. þm. leggur svo mikla áherslu á þetta, því síst ætti hann að kvarta um tímaleysi, þar sem hann vill eindregið fella málið. En jeg hefi fulla ástæðu til að óska eftir að málið verði nú tekið út af dagskrá, því að jeg á enn eftir að afla mjer upplýsinga, sem snerta þetta mál.