30.04.1923
Neðri deild: 53. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1027 í C-deild Alþingistíðinda. (2826)

141. mál, skoðun á síld

Magnús Kristjánsson:

Jeg býst við, að þetta mál sje orðið nægilega rætt, og skal því vera fáorður um það, Jeg skal geta þess, að komið hafa fram mótmæli frá hlutaðeigendum austanlands, og vona jeg að háttv. deild taki til nákvæmrar yfirvegunar, hvort þau eru ekki á rökum bygð. Jeg sje ekki ástæðu til að fara nákvæmar út í þetta, en leyfi mjer að koma fram með svohljóðandi tillögu, með leyfi hæstv. forseta:

„Með því að enn er eigi fullrannsakað, hvort fært er að fækka yfirsíldarmatsmönnum hjer á landi, telur deildin eigi rjett að samþykkja frv. þetta nú, og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.“