09.04.1923
Neðri deild: 37. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1073 í C-deild Alþingistíðinda. (2900)

117. mál, hafnarlög fyrir Siglufjörð

Flm. (Stefán Stefánsson):

Frv. þetta hefi jeg leyft mjer að flytja, samkvæmt ósk bæjarstjórnar og hafnarnefndar Siglufjarðarkaupstaðar.

Frv. er að mestu samhljóða hafnarlögum Ísafjarðar, sem samþykt voru hjer á þinginu í fyrra. Þó er það frábrugðið þeim í tveim atriðum. Fyrst og fremst er hjer ekki farið fram á neitt fjárframlag úr ríkissjóði til hafnarinnar, eins og Ísafirði var veitt með áðurgreindum lögum, og er því fremur ástæða til þess, að frv. gangi fram mótmælalaust. Í öðru lagi er það ákvæði í þessu frv., að hafnarnefnd og bæjarstjórn fái svo mikinn íhlutunarrjett um byggingar mannvirkja þeirra, sem gerð eru við höfnina, að jafnan sje trygt, að eigi geti stafað nein hætta af þeim eða óbeinlínis geti þau valdið skemdum eða frekari eyðileggingu á höfninni.

Að öðru leyti en í þessum tveimur atriðum er frv. samhljóða hafnarlögum Ísafjarðar. Vona jeg því, að hv. deild greiði götu frv. þessa til 2. umr., og að því verði vísað til háttv. sjútvn., að umræðunni lokinni.