10.03.1923
Efri deild: 14. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1082 í C-deild Alþingistíðinda. (2912)

50. mál, laun embættismanna

Forsætisráðherra (SE):

Það er alveg rjett, sem hv. 4. landsk. þm. (JM) sagði, að hann hafi mælst til þess, að jeg flytti frv. á þingi. En jeg bað mentmn. að taka það að sjer og greiða fyrir því, og þótt það væri ekki fyr en seinna, þykist jeg á engan hátt hafa vanefnt orð mín.

En það er alveg rjett, að kennararnir við mentaskólann eru sumir á fjárlögum og alt laust um stöður þeirra, en jeg hefi ekki borið fram frv. um laun þeirra af því, að úr því, sem kornið er, hygg jeg, að rjett sje að bíða þangað til sjeð verður í hvaða horf skólinn kemst.