10.03.1923
Efri deild: 14. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1109 í C-deild Alþingistíðinda. (2937)

51. mál, meðferð á því fé sem landssjóði áskotnaðist fyrir áfengi

Jón Magnússon:

Jeg ætla ekki að tala um þetta mál nú, en vil aðeins taka það fram, að það var rangt hjá hv. flm. (JJ), að tolltekjurnar væru veðsettar. Fyrir því má vel leggja þær í sjóðinn. Og þótt þær væri veðsettar, sem ekki er, þá væri það samt ekki því til fyrirstöðu, að þær færi í þennan sjerstaka sjóð, því að hvað skyldi það svo sem vera betra áð þessu leyti, að tekjunum væri eytt jafnóðum.