10.03.1923
Efri deild: 14. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1109 í C-deild Alþingistíðinda. (2938)

51. mál, meðferð á því fé sem landssjóði áskotnaðist fyrir áfengi

Sigurður Hjörleifsson Kvaran:

það hefir þegar verið upplýst, að fje það, er hjer er um að ræða, er meira en jeg gerði ráð fyrir. Þegar tekjur þessar hafa numið í 6 mánuði fullum 270 þús. kr., má gera ráð fyrir, að þær verði yfir árið eigi minna en 1/2 milj. kr. Er því hjer um allmikla fjárhæð að ræða.

Annars sje jeg ekki ástæðu til að deila um þetta mál nú við 1. umr. nje svara þeim hnífilyrðum, sem til mín voru send. En vil þó benda á, að jeg tel eigi siður þörf á að byggja landsspítala og Klepp, eins og að stofna þá sjóði, er hjer er farið fram á. Líka finst mjer full ástæða til þess að hafa Klepp í góðu lagi, ef mörg frv. þessu lík skyldu koma fram.