23.03.1923
Efri deild: 25. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1116 í C-deild Alþingistíðinda. (2952)

69. mál, bæjarstjórn á Seyðisfirði

Frsm. (Jón Magnússon):

Mjer hefir aldrei dottið í hug fullveldi Reykjavíkur um alla hluti, t. d. að hún mætti hafa sín sjerstöku hegningarlög, heldur að hún ráði þeim málum, sem stjórnarskráin ákveður að sveitir skuli ráða. Ef hv. 5. landsk. þm. (JJ) talar um útúrsnúninga hjá mjer, bið jeg hann að gæta að sjálfum sjer. Jeg sje ekki ástæðu til að vera að deila um þetta, nema hvað það kann að skemta öðrum. Vildi jeg því biðja hv. þm. (JJ) að láta vera með að eyða tímanum í árangurslaust karp.