19.02.1923
Sameinað þing: 1. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í B-deild Alþingistíðinda. (3)

Konungskveðja

forsætisráðherra (SE):

Þá er jeg kvaddi hans hátign konunginn og hennar hátign drotninguna á Amalíuborg, báðu þeirra hátignir mig að bera Alþingi sína konunglegu kveðju og árna Alþingi allra heilla í hinu alvarlega starfi, sem nú er byrjað.

Þá lýsti forsætisráðherra því, að þessum fundi yrði að fresta að sinni, með því að nær helmingur þingmanna væri ókominn til þings, og yrði þingmönnum gert aðvart, svo fljótt sem hægt væri, um framhald fundarins.