02.05.1923
Efri deild: 53. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 66 í D-deild Alþingistíðinda. (3029)

125. mál, landmælingar og landsuppdrættir

Jón Magnússon:

Jeg hygg, að ekkert sje því til fyrirstöðu, að kortagerðin sje með sama mælikvarða og áður. Þessi breyting var gerð vegna þess, að það kostaði miklu minna að hafa kortin þannig og mælingamennirnir fullvissuðu um það, að kortin væru engu síður nothæf fyrir þetta, og þeir höfðu enga ástæðu til að óska eftir þessari breytingu. En jeg býst ekki við, að neitt sje því til fyrirstöðu að hafa sömu kortagerð og áður, ef þing og stjórn óska þess. Aðrar upplýsingar get jeg ekki gefið um þetta.