05.05.1923
Efri deild: 56. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 45 í D-deild Alþingistíðinda. (3067)

126. mál, bygging landsspítala

Einar Árnason:

Jeg get ekki greitt till. atkvæði mitt eins og hún nú er orðuð. Jeg vildi því leggja til, að hún væri borin upp í tvennu lagi, þannig, að seinni parturinn: „og sitja fyrir öllum öðrum meiri háttar framkvæmdum ríkisins“, verði borinn upp sjer. Með fyrri partinum get jeg greitt atkvæði, enda þótt jeg telji mig ekki þar með samþykkja uppdráttinn nje framkvæmd verksins endanlega. Með síðari partinum get jeg ekki greitt atkvæði. — þessum tilmælum vil jeg skjóta til hæstv. forseta.